fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Ef það er eitthvað sem ég hef afrekað á þessu yndislega sumri sem er að líða, þá er það aðeins eitt, og ég get bara orðað það á einn hátt:
Halló, ég heiti Dagný og ég er alkóhólisti..! Haaalló Dagný!
Ekki misskilja mig, ég hendi þessu hér fram kannski meira í gamni en alvöru... Og þó..? Allavega er eitt atriði sem er komið permanently á TO DO listann minn: Kaupa bjór! Mér finnst bjór alveg svívirðilega góður og ég get drukkið alveg endalaust af honum (allavega þar til ég fer í black out... ehemm). Komst þó að einu í gær. Ég er búin að vera Faxe týpan í rúmt ár (keyptur kassafjöldi þó allsvakalega aukist í sumar) en hann er bara svo yndislega hagkvæmur! Lítill sætur kassi með lítið sætt handfang, innihaldandi 12 litlar sætar dósir af gullmjeðinum hinum ómissandi... En eins sætur og yndislegur og hann nú er, er hann einnig alveg svívirðilega vambaraukandi... Þá var mér bent á eina snilldarlausn sem mínir fellow bjórdýrkendur höfðu fundið uppá fyrir þó nokkru: Lite! Stefnan er því sett á Ríkið á heimleið, þar sem fjárfest verður í kippu...
OVER & OUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:24