mánudagur, ágúst 22, 2005
Nú finnst mér eins og sumarið sé endanlega búið.. Haustið nálgast óðum, laufblöð tekin að gulna og sól fer lækkandi á lofti.. Mér finnst þetta alveg einstaklega sorgleg tilhugsun og get ég ekki annað sagt en að mar verði bara pínu niðurlútur.. Kuldi, rok og rigning eru ekki fyrir mig, svo ég minnist nú ekki á bölvaða snjókomuna sem fylgir árvisst.. Það eina sem ég get séð jákvætt við komu haustsins og þar á eftir konungs Veturs, er að það dimmir yfir á kvöldin og þar af leiðandi hægt að hafa það kósý með kertaljós og klæðin rauð.. Hefur mér þó í leiðindum mínum tekist að finna tvö atriði sem draga úr jákvæðninni.. Í fyrsta lagi heldur áfram að dimma og dimma löngu eftir að manni finnst nóg komið og er nánast dimmt allan sólarhringinn.. Það er ekki jákvætt.. Í öðru lagi, hvað er varið í að kveikja á kertaljósum og kúra sig upp í sófa ef það er enginn til að kúra hjá..?? Maður spyr sig....
OVER & out
Ps. Það var ógeðslega gaman á menningarnótt og HÉR má sjá hluta af myndum kvöldsins.
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:36