mánudagur, janúar 31, 2005
Mikið ofboðslega er ég fegin að hafa hrist af mér slenið og drullað mér á Gus Gus á laugardaginn!!! Kvöldið var algjör snilld!! Gus gus klikka náttla aldrei, og þýsku gaurarnir voru líka ekkert smá góðir... Tónlist af eðalgerð!!! Dansaði eins og m.f. eins og alltaf, hitti nánast alla sem ég þekki, eða þannig (allavega voru ekkert smá margir mættir) og skemmti mér bara konunglega!!! Geggjað;)
Núna er ég bara með hausverk og kvef og nenni engan veginn að vera í vinnunni (frekar en vanalega ef ég fer að spá í því....) en ég verð víst að fara að drulla mér fram núna... Þetta er sko allt í lagi, ég verð í fríi það sem eftir er af vikunni... Veeeeeii:)
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:00
föstudagur, janúar 28, 2005
Þá er það enn ein helgin... Oooo hvað ég er fegin!!! Kvöldið í kvöld verður nú bara á rólegu nótunum, og svo er það Gus gus á morgun!! Vá hvað það verður ógeðslega gaman hjá okkur!!!! Það er svo langt síðan þau komu síðast að mar er eiginlega kominn með smá fráhvarfseinkenni... Týndi meresegja disknum og alles!!! Hræðilegt ástand á heimilinu.... Ég held að ég sé heimsmeistari í að týna hlutum... Ég týni öllu!!! En nóg um það.... Núna ætla ég að drullast fram að vinna, fara svo heim og byrja að láta mig hlakka til morgundagsins.... Það verður sko drukkið, djammað og dansað eins og okkur einum er lagið.... Djöfull verður gaman mar!!!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:38
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Hvaða hvaða... Mér dettur nákvæmlega ekKert áhugavert í hug til að segja ykkur í dag... Enda er líf mitt ákaflega óspennandi þessa dagana... Vinna, hálsrígur, streptókokkar í eyrunum, hósti, vinna, horfa á tv-ið, sofa, vinna.... Hmmmmm INTRESTING!!!
Fékk samt sem áður mjög súrrealískt símtal í dag sem snerist um myndatökur fyrir séð & heyrt og bleikt & blátt... Pent NEI þakka þér fyrir...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
20:04
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Flugmiði til sölu!!!!
Frá Keflavík til Köben 2. febrúar
Frá Köben til Keflavíkur 7. febrúar
Kr. 13700 + 2500 breytingagjald
Díses... Ég á sko miða út því ég ætlaði að fara til Köben með stelpunum... Keypti hann í nóvember, en var hætt við sirka hálfum mánuði seinna... Eintómir draumórar sem urðu til þess að ég keypti þennan blessaða miða... Mar er alltaf að láta sig dreyma... Meeen.. Svo var ég að hringja niðrí Iceland Express og þær sögðu mér að ég gæti bara annað hvort selt e-m miðann, eða breytt honum á einhverja aðra dagsetningu, en þá þarf ég að borga á milli... Peningaleysi (sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég er ekki að fara) kemur í veg fyrir að ég geti gert það... Djöfullinn!!! Þannig að plís, ef einhvern langar að kíkja til Köben í 5 daga, þá endilega talið við mig....
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:18
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Zoolander... Það er sko orðið trademark okkar stelpnanna eins og þeir vita sem skoða myndirnar okkar hehehe;) Og sonna bara til og að geta einblínt aðeins betur á hæfileikann okkar til að gefa fullkominn zoolander í hverri myndatökunni á fætur annarri þá höfum við stofnað nýja sameiginlega síðu ZOOLANDERS.TK... Okkur fannst við bara einfaldlega ekki geta haldið þessu alveg út af fyrir okkur... Urðum að deila þessu með heiminum... Tékkið á henni hehe... Það er samt allt ennþá í vinnslu, á næstu dögum mun hún verða alveg jafn fokking bjútifúl og skemmtileg eins og við meðlimir hennar...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:39
mánudagur, janúar 24, 2005
Meeeeenn... Þetta er sko ekki búinn að vera góður dagur hjá mér!!! Vaknaði í morgun læst í bakinu og gat ekki einu sinni verið í vinnunni... Ekki gott!!! Samt dáldið fegin að hafa farið heim í dag, var að frétta að greyin verða líkalega að vinna til 5 í nótt til að klára talninguna... Kannski bara sársaukans virði hehehehe;)
Annars skelltum við Sigrún okkur í ljós í dag (surprise surprise). Ég til að reyna að öðlast hreyfigetu í hals og herðar, og Sigrún til að reyna að laga harðsperrurnar sem hún er með eftir frumraun sína á bretti... Ég held að árangurinn hafi verið enginn í báðum tilvikum... Annað en brúnkuárangurinn... Djöfull erum við fokking brúnar og sætar mar!!! Hehehehe... En jæja ég held að verkjatöflurnar séu að kikka inn sem kannski útskýrir bullið sem er að aukast með hverju orði... Illa paratöbsuð á því sko hahahahahahhaha...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:36
föstudagur, janúar 21, 2005
Jæja lesendur góðir... Þá er komið að því... Nú verður mar að fara að skella í djammgírinn eftir annars rólegan janúarmánuð!!! Vá ég er ekki búin að djamma síðan á gamlárs, og hvað sem þið segið þá kallast það langur tími í mínum bókum!!! Kvöldið í kvöld mun einkennast af rólegheitum, kertaljósum, sjónvarpsglápi, og fleiri óspennandi hlutum... Á morgun byrjar svo partýið!!! Útskrifta- og afmælisveisla hjá Kristínu (sem b.t.w. er að fara að joina mér í kjallaranum... veiii) og svo vonandi breakbeat á eftir... Næstu helgi eru það svo ædolin mín í Gus Gus sem ætla að sjá um að skemmta okkur stelpunum... Meeeeen, ég er nú bara farin að fá smá sting í mallann... Óóóóótrúlega gaman!!!
Till next time.....
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:12
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Hvernig stendur á því að maður verður alltaf að hafa eitthvað til að narta í?!? Er í vinnunni og ég fæ alltaf alveg þvílíka löngun í nammi þegar ég er hérna niðri... Hvað er málið?? Keypti mér sonna poka af bingókúlum, risapoka by the way af því að það er bara hægt að fá risaumbúðir af öllu uppí Krónu, og eftir sirka 10 kúlur er ég komin með jahhh PÍNU ógeð... Samt held ég áfram að hakka þær í mig!!! Ojjj... Bara af því að ég veit af pokanum oní skúffu... Meeeenn...
Hey og hvað er málið með 67 ára konu að eignast barn... Eftir frjóvgunaraðgerð... Whats up with that?!?! Bara sonna að velta því fyrir mér....
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:18
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Komst að því í morgun að veðrið hérlendis hentar sérlega vel þemanu sem virðist vera að ganga meðal manna þessa dagana... Kuldi fyrir kaldlynda!!!! Íslendingar eru svo sannarlega ískaldir þjóðfélagsþegnar og hjálpsemin í algjöru lágmarki, þ.e. þegar ekki er um að ræða sjónvarpssafnanir!!! Svo skemmtilega vildi til að ég festi bílinn minn í morgun á miðri umferðareyju því ég þurfti að komast upp á kant og keyra þar eftir gangstétt því einhver helvítis vörubíll hafði misst allt hlassið sitt á miðjan veginn og engin leið framhjá.... Gekk ekki betur en svo að ég festi mig á miðri leið upp á kantinn... Óskemmtilegt mjög!!! Ok, ég sit þarna ein með dóttur mína í aftursætinu og þar sem að það voru nokkrar vinnuvélar að vinna við að ýta hlassinu frá bjóst ég alveg eins við að einhverjir af dúðuðu vinnumönnunum myndu kannski veita mér, hjálparlausri ungri konunni, hjálp í neyð.... Boy was I wrong!!!! Ég var þarna hálf upp á kanti, að reyna að jugga mér fram og til baka í örvæntingu minni í eilítilli von um að sumardekkin mín myndu kannski ná einhverri festu í snjónum, og enginn virtist ætla að hjálpa mér!!! Sirka 20 bílar fastir í röð á eftir mér, og ég er þess fullviss um að þar á meðal voru nokkur eintök af sterkustu mönnum heims (íslendingar eru jú þekktir fyrir það er það ekki...?) En viti menn, ekki einum einasta datt í hug að koma og hjálpa mér!!!! Þegar að ég var búin að sitja þarna föst í sirka korter, orðin frekar pirruð af tilhugsuninni um að þurfa bara að sitja þarna þar til voraði og snjó létti, án þess að fá minnstu hjálp þá loksins kom gröfukallinn og ýtti við mér.... Hugsaði með mér: Ok Dagný, það eru kannski ekki allir Íslendingar alveg svona sjálfselskir og óhjálpsamir, hann fékk allavega samviskubit þegar hann var búinn að horfa á þig núna í korter að reyna að losa þig.... Sá svo þegar ég loksins gat keyrt í burtu (og þar með losnaði um umferðateppuna sem ég var búin að skapa) að hann var ekkert að hjálpa mér af góðmennskunni einni og sér.... Ég var bara fyrir og hann gat ekki unnið lengur út af óheppilegri staðsetningu minni....!!!! Jeeeeeesús!!! Hefði karlfíbblið bara látið mig dúsa þarna til eilífðarnóns ef hann hefði getað haldið áfram að vinna án þess að ég væri í vegi hans?!?! ÉG BARA SPYR!!!!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:27
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Home sweet home
Ooooo hvað það er gott að vera komin heim!!! Það eina sem ég virkilega saknaði ekki er þessi helvítis snjór.... Hvað er málið með snjóinn... Ætlar hann bara aldrei að fara?!?! Og túrbótwingóinn (sem fer b.t.w. brátt að missa fornafnið sem ég gaf honum) er sko alls ekki að meika þennan kulda frekar en ég!!! Ég sver það: Það tekur mig sirka tíu mínútur að brjóta upp helvítis hurðina á honum í hvert einasta skipti sem ég þarf að komast inn í hann... Svo ég tali nú ekki um að handfangið er náttla brotið í hurðinni mín megin þannig að ég hef um tvennt að velja ef ég vil komast út úr bílnum: Klifra yfir farþega megin og komast þar út, eða (það sem ég geri nánast alltaf nema þegar hurðin er of frosin til að opna hana utan frá líka...) skrúfa niður rúðuna og opna að utan..... Embarassing indeed!!! Og já... Á sunnudaginn þegar ég var nýkomin heim og var að fara að ná í Lilju, þá náttla þurfti ég að skafa 10 daga snjó og klaka af bílnum... Ferlið var svona: Tók mig ca 10 mín að ná að brjóta hurðina upp eins og áður sagði... Komst inn í bílinn og lokaði hurðinni á eftir mér... Startaði... Leitaði að sköfunni... Fann hana... Ætlaði að komast út... Tókst ekki, FROSIN!!! Reyndi að skrúfa niður rúðuna.... Tókst ekki, FROSIN!!! Klifraði farþegamegin og reyndi að opna... Tókst ekki, FROSIN!!! (Ég var sko farin að fá smá innilokunarkennd á þessum tímapunkti..) Eftir að ég var búin að reyna allt sem mér datt í hug til að komast út úr helvítis bílnum, endaði ég á því að sparka eins fast og ég gat í hurðina farþegamegin samtímis því að ég togaði í handfangið.... Eftir nokkrar tilraunir TÓKST ÞAÐ!!! Vá hvað ég var fegin... Var alveg farin að sjá það fyrir mér að ég myndi bara deyja úr kulda í bílum mínum þarna um nóttina... Nei ég segi nú bara svona;) Það er samt ótrúlegt hvað ýmindunaraflið getur gert manni þegar maður panikkar svona smáveigis...
LATER
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
17:31
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Vááá... Thvílík lífsreynsla sem thessi ferd hefur verid...!!! Misskemmtileg á koflum en vááá... Ótrúlegt!!! Thvílíkur munur frá thví ad vera bara eitthvad ped sem vinnur í Intersport!!! Hérna er sko komid fram vid mig eins og sanna prinsessu!!! Svo ég tali ekki um hvad thad er ógedslega gaman ad velja oll fotin!! Spáid í thví... Oll fotin sem verda til solu í Intersport naesta vetur eru algjorlega valin af mér!!! Hver ein og einasta flík... Ég meresegja segi hvad vid thurfum mikid af hverri flík.. Thad er soldid gaman ad vera í sonna executive stodu:)
Hey og ekki nog med thad... Eg fekk gefins fot adan fyrir jahhh sirka 50 fokking thusund.... Geri adrir betur!!! Var a fundi med Casall adan og thegar eg var buin ad velja vetrarlinurnar tha alveg hrugadi hann a mig fotum!!!! M.a. ulpu fyrir 25 thus. kall!!!! Geggjad;) Fae fotin ad visu ekki fyrr en i agust... Thad eru sko bara til synishorn fyrir solumennina, ekki enntha farid i framleidslu... En eg fae fotin um leid og thad er buid ad sauma thau... Magnad alveg hreint!!
En jaeja... Aetla ad drulla mer uppa herbergi nuna og mmmmm gera ekki NEITT!!!
Sjaumst eftir 3 daga...;)
l8ter D
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:45
sunnudagur, janúar 09, 2005
Hallo hallo hallo... Dagny calling from Sweden....;)
Jaeja krakkar minir, tha er eg buin ad vera herna i tvo daga, og tho thad se mjog gaman herna er eg med alveg geggjada heimthra!!! Sakna stelpnanna minna gegt... Held ad eg hafi talad vid Sigrunu og Agnesi til skiptis i allt gaerkvold... Inna klosetti... A Cafe Opera... I stokkholmi... Thad var ortulega gaman i gaer! Allan daginn vorum vid i adidas og eg valdi geggjada linu fyrir naesta vetur... Trust me people, you'll like it alot!!! Svo forum vid ut ad borda med adidas kollunum um kvoldid og their budu okkur a eitthvad steikhus thar sem eg fekk besta mat sem eg hef smakkad a aevi minni!!! Forrettur, adalrettur og eftirrettur, allt alveg edal!!! Their vissu ad eg atti afmaeli fyrir stuttu thannig ad their fengu senda a bordid til okkar afmaelistertu og sungu fyrir mig saenska afmaelissonginn... Otrulega gaman!! Svo var bara daelt i mann afengi og farid a flottasta skemmtistadinn i Stokkholmi.. Va hvad hann var ogedslega flottur!! Tonlistin alveg ad minu skapi... Meresegja spiludu their Trun me up sem vard til thess ad eg thurfti naudsynlega ad hringja i mellurnar minar!! Kvoldid hefdi nattla verid perfect ef eg hefsi haft thaer med mer!!! Frekar skrytid ad vera inn a svona skemmtistad thar sem var bara folk a minum aldri, og vera med threm "midaldra" kollum... En thad var bara allt i lagi, eg taladi bara i simann i stadinn hehehehehe:) Their stjonudu lika vid mig alveg eins og eg vaeri prisnsessa og possudu ad glasid mitt yrdi aldrei tomt.... Afyllingarnar voru lika ordnar soldid margar, allavega man eg ekki beint eftir heimkomunni, ehheeemmmmm..... Svo var lika frekar erfitt ad vakna eldsnemma i morgun og fara beint a syninguna... Uffff... Eg pantadi Puma i dag, og djofull voru fotin flott!!! Eg hefdi sko audveldlega getad tapad mer tharna... Their voru lika alltaf ad lata mig mata, sem gerdi thad ad verkum ad eg vard enntha spenntari!! En linan fra Puma verdur sem sagt ogedslega flott naetsa vetur!!! Svo saum vid tiskusyningu fra Adidas, og hun var sko geggjud!! Krakkarnir voru ekkert bara ad labba fram og til baka a einhverju platformi, heldur voru thetta halfgerd dansatridi og ekkert sma flottir dansar... Break og solleidis, ogedslega flott hja theim!! A morgun erum vid svo ad fara ad panta Nike, og eg vona ad thar verdi i bodi eins flott stuff og vid fengum hja Adidas og Puma... Tha verdur budin sko geggjud naeta vetur skal eg segja ykkur!!!
En jaeja, nu aetla eg ad fara ad drulla mer uppa herbergi... Kannski fa mer hnetur og bjor ur MINIBARNUM, eda kannski panta eg mer bara eitthvad med ROOMSERVICINU, mar verdur nu ad hafa eitthvad munch thegar mar horfir a PAY PER VIEW sjonvarpid hehehehehe;)
Kvedja fra utlandinu
OVER AND OUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:24
Komst ad einu i gaer... Humorinn okkar passar ekki a fyllerium med midaldra kollum...!!!! Meeeeeeeeen
Kvedja fra sverige...
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:03
föstudagur, janúar 07, 2005
Trallallallalaaaa... Ég er að fara til útlanda eftir nokkra klukkutíma!!!! Er ekki einu sinni búin að pakka, stór hluti af fötunum sem fara með eru meresegja ennþá á snúrunni.... Díses, sonna er að fá að vita þetta með tveggja daga fyrirvara.... En mér er alveg sama, ég fer þá bara án þeirra... Ég er nú þegar næstum búin að fylla heila ferðatösku.... Better safe than sorry;) En ég ætla að halda áfram að taka mig til svo ég nái kannski 3 1/2 tíma svefni.... Seeya;)
Dagný, over and out.....
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:14
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Og nú er það ég sem ætla að syngja í tilefni dagsins.....
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Dagný
Hún á afmæli í dag
Hún er 23 ára í dag
Hún er 23 ára í dag
Hún er 23 ára hún Dagný
Hún er 23 ára í dag
Húrra-húrra-húrra-húrra........
Allar gjafir vel þegnar, stórar og smáar...;)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:25
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Ok ok... Ég var kannski soldið harðorð í síðasta pistli, en það getur virkilega verið mannskemmandi að hlusta á röfl og leiðindi allan daginn frá einhverju fólki sem veit ekkert í sinn haus.... Nú er ég líka hætt að blóta vinnunni minni því ég elska hana núna (sonna næstum því)
Í gær var ég kölluð inn á skrifstofu og innkaupastjórinn sat þar og beið eftir mér... Ég labba inn og hann segir: Viltu loka hurðinni á eftir þér... Ok ég geri það, með smá ónot í maganum því hurðinni er aldrei lokað nema það sé eitthvað alvarlegt.... Svo segir hann: Fáðu þér sæti... Ó mæ god, hugsa ég... Þeir eru búnir að sjá í gegnum mig og ætla að fara að reka mig því, SHIT, þeir láta mann ALDREI setjast nema það sé eitthvað virkilega alvarlegt!!! Ónotin í maganum voru búin að aukast til muna!!! En jæja, ég sest og þá segir hann: Það er komið upp dáldið case... (SHIT, FUCK, MEEEEEEN, hugsa ég) "Málið er að deildarstjórinn í fatadeild átti að vera að fara með mér til Svíþjóðar á föstudaginn og af því að hún er veik og veit ekki hvort hún verður orðin góð þá, þá verð ég að biðja þig að koma með mér út......... ERTU EKKI AÐ FUCKIN KIDDA MIG?!?!
Intersport er sem sagt að fara að bjóða mér í 10 daga utanlandsferð, flug, hótel og allt uppihald greitt af þeim!!! Ég þarf ekki að taka eina einustu krónu með mér... How sweet is that? Og það besta er að ég er bara að fara að versla í rauninni. Förum á fatasýningar og ég á að velja alla fataflóruna sem verður í boði næsta vetur... Meeeeen, hvernig í fjandanum fer ég að þessu... Ég geri ekki annað en að rífa kjaft og vera með prímadonnustæla í kjallaranum mínum.... Skil þetta ekki!!!
Kveðja úr undirheimum
Ps. Ég er að fara eftir 1 1/2 sólahring.... hehehehehe;)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:31
þriðjudagur, janúar 04, 2005
FÓLK ER FÍBBL!!
Þetta er staðeynd sem ég er alltaf að komast að betur og betur.... Eða eru það kannski bara Íslendingar sem láta eins og 5 ára krakkar þegar þeir koma inn í verslanir??? (Aðvörun: Ekki fyrir viðkvæmar sálir sem þola ekki ljótt málfar)
Ég: Góðan dag...
Konan: .......
Ég: Get ég aðstoðað?
Konan: Ég ætla að fá þessa úlpu
Ég: (sé að það er afsláttarmiði á úlpunni) Ummm, útsalan byrjar ekki fyrr en á morgun....
Konan: (segir með skætingi) Það er afsláttarmiði á úlpunni!!!!
Ég: Jájá, en það er búið að plasta allt sem er á útsölu og hún byrjar ekki fyrr en á morgun við erum bara að undirbúa hana í dag.... (Helvítis fokkings mellan þín, ertu eitthvað heimsk eða...?!?!!)
Konan: Það var plast utan um rekkann, en ég náði samt alveg úlpunni.... Ég ætla að fá afsláttinn!!!
Ég: Því miður, en ef það er plast þá er það vegna þess að það á ekki að taka vörurnar, útsalan byrjar á morgun.. (Djöfull langar mig til að taka þig og fokking berja þig heimska tík!!!)
Konan: Sko ef þið viljið ekki að fólk taki vörurnar þá eigið þið að plasta þannig að maður nái þeim ekki. Það er ekki mitt vandamál ef þið plastið ekki nógu vel!!! Ég ætla að fá afsláttinn!!!
Ég: Ég skal bara fara og ná í verslunarstjórann, bíddu augnablik... (Helvítis djöfulsins fokkings forheimska helvítis hóran þín, ertu vangefin?!?! "plasta þannig að fólk nái ekki í vöruna" Er eitthvað að?!!! Það virðast allir ná fokkings skilaboðunum nema þú, heimska mella!! Plast yfir vöru= Ekki taka!!!!! Hvers á ég að gjalda þótt þú sért svona ógeðslega fokking skemmd?!)
Djöfull þurfti ég að bíta fast á jaxlinn svo ég myndi ekki ÖSKRA á helvítis melluna, stökkva yfir borðið og hárreyta hana!!! Ég held að ég þurfi ekki að taka það fram að það á ekkert sérstaklega vel við mig að vinna við þjónustustörf....... Ég hata kúnna!!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:38
mánudagur, janúar 03, 2005
Djöfull var ógeðslega gaman á gamlárs!!!!! Vá.... ég held að ég hafi bara aldrei skemmt mér eins vel á þessu tiltekna kveldi áður.... Byrjaði kvöldið í rólegheitum með familíunni... Uppúr miðnætti byrjaði svo spenningurinn að hellast yfir mig og ég var alveg að fara að tapa mér þegar Vilborg kom loksins. Við skelltum svo í okkur nokkrum kampavínsglösum á meðan við biðum eftir Agnesi. Svo var ferðinni heitið til Grettis félaga okkar. Þar var alveg stappað af fólki og djammið byrjaði fyrir alvöru.... Djöfull var gaman!! Ég eins og alltaf, dansandi í geggjuðum gír og skemmti mér alveg ógeðslega vel!!!
Þaðan var svo ferðinni haldið á Broadway (ég veit... ekki beint ég að hlusta á Sálina, en þangað vildi hópurinn fara) og ótrúlegt en satt: Djöfull var gaman þar!!! Fundum alveg geggjaðan hliðarsal þar sem var spiluð danstónlist að mínum hætti, og þar dansaði ég nánast allan tímann. Þegar þarna var komið splittaðist hópurinn og nokkrir krakkar fóru í partý hjá vini okkar. Ég hins vegar ákvað að fylgja mínum manni, var þarna áfram og við skemmtum okkur alveg konunglega.
Þegar okkur var svo sópað út af Broadway drifum við okkur í partý til vinar okkar þar sem var líka alveg stappað af fólki. Þar var ég áfram í þessum líka geggjaða gír og alveg tapaði mér í gleðinni!!! Ég var nánast eina stelpan þarna en það var bara fínt. Tóti stjórnaði fóninum og sá um að við hefðum réttu tónlistina og svo var allt stillt í botn. Djöfull var gaman!!!! Ég eins og mér einni er lagið var búin að skella mér í joggarann stuttu eftir að við komum þangað (kommon... vitiði ekki hvað það er leiðinlegt að vera í pilsi?!?) og stóð svo og dansaði og bullaði (að hætti melluklúbbsins) til skiptis eins og versta gelgja!!! Vá hvað ég skemmti mér vel!!!
En niðurstaðan er sem sagt þessi: Útúr geggjað kvöld sem ég á aldrei eftir að gleyma!!!!!
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir, og takk fyrir ógleymanlegar stundir á árinu sem leið!!!
l8ter
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:28