þriðjudagur, janúar 18, 2005



Home sweet home
Ooooo hvað það er gott að vera komin heim!!! Það eina sem ég virkilega saknaði ekki er þessi helvítis snjór.... Hvað er málið með snjóinn... Ætlar hann bara aldrei að fara?!?! Og túrbótwingóinn (sem fer b.t.w. brátt að missa fornafnið sem ég gaf honum) er sko alls ekki að meika þennan kulda frekar en ég!!! Ég sver það: Það tekur mig sirka tíu mínútur að brjóta upp helvítis hurðina á honum í hvert einasta skipti sem ég þarf að komast inn í hann... Svo ég tali nú ekki um að handfangið er náttla brotið í hurðinni mín megin þannig að ég hef um tvennt að velja ef ég vil komast út úr bílnum: Klifra yfir farþega megin og komast þar út, eða (það sem ég geri nánast alltaf nema þegar hurðin er of frosin til að opna hana utan frá líka...) skrúfa niður rúðuna og opna að utan..... Embarassing indeed!!! Og já... Á sunnudaginn þegar ég var nýkomin heim og var að fara að ná í Lilju, þá náttla þurfti ég að skafa 10 daga snjó og klaka af bílnum... Ferlið var svona: Tók mig ca 10 mín að ná að brjóta hurðina upp eins og áður sagði... Komst inn í bílinn og lokaði hurðinni á eftir mér... Startaði... Leitaði að sköfunni... Fann hana... Ætlaði að komast út... Tókst ekki, FROSIN!!! Reyndi að skrúfa niður rúðuna.... Tókst ekki, FROSIN!!! Klifraði farþegamegin og reyndi að opna... Tókst ekki, FROSIN!!! (Ég var sko farin að fá smá innilokunarkennd á þessum tímapunkti..) Eftir að ég var búin að reyna allt sem mér datt í hug til að komast út úr helvítis bílnum, endaði ég á því að sparka eins fast og ég gat í hurðina farþegamegin samtímis því að ég togaði í handfangið.... Eftir nokkrar tilraunir TÓKST ÞAÐ!!! Vá hvað ég var fegin... Var alveg farin að sjá það fyrir mér að ég myndi bara deyja úr kulda í bílum mínum þarna um nóttina... Nei ég segi nú bara svona;) Það er samt ótrúlegt hvað ýmindunaraflið getur gert manni þegar maður panikkar svona smáveigis...

LATER


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
17:31




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....