mánudagur, janúar 03, 2005
Djöfull var ógeðslega gaman á gamlárs!!!!! Vá.... ég held að ég hafi bara aldrei skemmt mér eins vel á þessu tiltekna kveldi áður.... Byrjaði kvöldið í rólegheitum með familíunni... Uppúr miðnætti byrjaði svo spenningurinn að hellast yfir mig og ég var alveg að fara að tapa mér þegar Vilborg kom loksins. Við skelltum svo í okkur nokkrum kampavínsglösum á meðan við biðum eftir Agnesi. Svo var ferðinni heitið til Grettis félaga okkar. Þar var alveg stappað af fólki og djammið byrjaði fyrir alvöru.... Djöfull var gaman!! Ég eins og alltaf, dansandi í geggjuðum gír og skemmti mér alveg ógeðslega vel!!!
Þaðan var svo ferðinni haldið á Broadway (ég veit... ekki beint ég að hlusta á Sálina, en þangað vildi hópurinn fara) og ótrúlegt en satt: Djöfull var gaman þar!!! Fundum alveg geggjaðan hliðarsal þar sem var spiluð danstónlist að mínum hætti, og þar dansaði ég nánast allan tímann. Þegar þarna var komið splittaðist hópurinn og nokkrir krakkar fóru í partý hjá vini okkar. Ég hins vegar ákvað að fylgja mínum manni, var þarna áfram og við skemmtum okkur alveg konunglega.
Þegar okkur var svo sópað út af Broadway drifum við okkur í partý til vinar okkar þar sem var líka alveg stappað af fólki. Þar var ég áfram í þessum líka geggjaða gír og alveg tapaði mér í gleðinni!!! Ég var nánast eina stelpan þarna en það var bara fínt. Tóti stjórnaði fóninum og sá um að við hefðum réttu tónlistina og svo var allt stillt í botn. Djöfull var gaman!!!! Ég eins og mér einni er lagið var búin að skella mér í joggarann stuttu eftir að við komum þangað (kommon... vitiði ekki hvað það er leiðinlegt að vera í pilsi?!?) og stóð svo og dansaði og bullaði (að hætti melluklúbbsins) til skiptis eins og versta gelgja!!! Vá hvað ég skemmti mér vel!!!
En niðurstaðan er sem sagt þessi: Útúr geggjað kvöld sem ég á aldrei eftir að gleyma!!!!!
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir, og takk fyrir ógleymanlegar stundir á árinu sem leið!!!
l8ter
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:28