miðvikudagur, janúar 19, 2005
Komst að því í morgun að veðrið hérlendis hentar sérlega vel þemanu sem virðist vera að ganga meðal manna þessa dagana... Kuldi fyrir kaldlynda!!!! Íslendingar eru svo sannarlega ískaldir þjóðfélagsþegnar og hjálpsemin í algjöru lágmarki, þ.e. þegar ekki er um að ræða sjónvarpssafnanir!!! Svo skemmtilega vildi til að ég festi bílinn minn í morgun á miðri umferðareyju því ég þurfti að komast upp á kant og keyra þar eftir gangstétt því einhver helvítis vörubíll hafði misst allt hlassið sitt á miðjan veginn og engin leið framhjá.... Gekk ekki betur en svo að ég festi mig á miðri leið upp á kantinn... Óskemmtilegt mjög!!! Ok, ég sit þarna ein með dóttur mína í aftursætinu og þar sem að það voru nokkrar vinnuvélar að vinna við að ýta hlassinu frá bjóst ég alveg eins við að einhverjir af dúðuðu vinnumönnunum myndu kannski veita mér, hjálparlausri ungri konunni, hjálp í neyð.... Boy was I wrong!!!! Ég var þarna hálf upp á kanti, að reyna að jugga mér fram og til baka í örvæntingu minni í eilítilli von um að sumardekkin mín myndu kannski ná einhverri festu í snjónum, og enginn virtist ætla að hjálpa mér!!! Sirka 20 bílar fastir í röð á eftir mér, og ég er þess fullviss um að þar á meðal voru nokkur eintök af sterkustu mönnum heims (íslendingar eru jú þekktir fyrir það er það ekki...?) En viti menn, ekki einum einasta datt í hug að koma og hjálpa mér!!!! Þegar að ég var búin að sitja þarna föst í sirka korter, orðin frekar pirruð af tilhugsuninni um að þurfa bara að sitja þarna þar til voraði og snjó létti, án þess að fá minnstu hjálp þá loksins kom gröfukallinn og ýtti við mér.... Hugsaði með mér: Ok Dagný, það eru kannski ekki allir Íslendingar alveg svona sjálfselskir og óhjálpsamir, hann fékk allavega samviskubit þegar hann var búinn að horfa á þig núna í korter að reyna að losa þig.... Sá svo þegar ég loksins gat keyrt í burtu (og þar með losnaði um umferðateppuna sem ég var búin að skapa) að hann var ekkert að hjálpa mér af góðmennskunni einni og sér.... Ég var bara fyrir og hann gat ekki unnið lengur út af óheppilegri staðsetningu minni....!!!! Jeeeeeesús!!! Hefði karlfíbblið bara látið mig dúsa þarna til eilífðarnóns ef hann hefði getað haldið áfram að vinna án þess að ég væri í vegi hans?!?! ÉG BARA SPYR!!!!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:27