fimmtudagur, júlí 28, 2005
Mar er nú búinn að vera aldeilis duglegur síðustu vikuna (eða meir..) Farið út á hverju kvöldi og gert eitthvað sniðugt í góðar vina hóp! Ég þurfti náttla að vinna upp glatðan tíma þar sem mánuðurinn hafði að mestu farið í veikindalegu og sjónvarpsgláp sem er ekki alveg my thing... Þó er ég bara nokkuð sátt.. Sólin, tíminn og náttúran nýtt út í ystu æsar..! Ófáar kaffihúsaferðirnar þar sem venjulegustu hlutir urðu að hinum óvenjulegustu með sjö sprautum af góðu ímyndunarafli ásamt vanillu og bjór!! Hehehe;) Djöfull var gaman!! Svo er stefnan bara sett beint niðrí hundraðogeinn í kvöld og þar verða án efa nokkrir kaldir teygaðir og fleiri leikir leiknir...
...mikið ósköp verður gaaaaman þá;)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:35
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Varðandi helgina síðustu... Það er svo margt sem ég við segja - en ekki segja má... Ógeðslega gaman!! Ef ég stikla á stóru hljómar þetta e-n veginn sonna: Partý - Gaman - Hlaupandi undan ******** - Pinnahælar - Kalt - Pottapartý - Gaman - Annað partý - ROSA gaman - Grill og tjill - Pikknikk - Næs = Ógeðslega gaman bara!!
Að öðru (svona dulmál er svo leiðinlegt... fyrir þá sem ekki skilja hehehe). OK... Ég meina þetta ekkert illa og segi þetta bara í einfeldni minni... Alltaf þegar mbl.is opnast á tölvunni minni eru ný update varðandi hryðjuverkin í London.. Og í hvert skitpi sem ég les þessar fréttir sé ég engan annan en Jack Bauer fyrir mér að elta vondu kallana og finna sprengjurnar... Ætli þetta hafi verið solleiðis? "Mr. president... Jack Bauer is on the line for you"
CUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:19
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Nú skal segja, nú skal segja - hvernig ungar stúlkur gera - far´ á Vegó, far´ á Vegó - Því að það er fimmtudagur!!
Okey.. kannski ekki alveg að virka, en ég er samt alveg syngjandi glöð í anda og því fannst mér ég bara verða að koma aulahúmornum mínum á framfæri..!! Lífið er bara e-ð svo yndislegt þessa dagana... Sólin vermir innlit og útlit landsmanna þessa dagana og allir eru kátir og glaðir..!! Luuuuv it... Og svo tel ég bara niður mínúturnar í kalda bjórinn minn...;)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:16
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Undanfarna viku hef ég verið að gera tilraun: Hversu mikið af sex and the city getur ein manneskja innbyrgt í heilabúið á stuttum tíma áður en allt fer að brenna yfir í stjórnstöðinni...? Held ég hafi komist upp í limitið í gær... Tók eftir því, að þar sem ég sat í makindum mínum úti að borða á Vegó að hugmyndafræði mín um mökunarferlið eru orðar ansi sápulegar... Stóð sjálfa mig að því að horfa á sætu strákana með daðrandi augnaráði hugsandi: "Nú styttist í að hann labbi yfir og bjóði mér í dinner á föstudaginn, eða allavega gefi mér nafnspjaldið sitt" Já Dagný!! Af því að þú heitir Carrie og býrð í Gervi-New York þar sem að þetta gerist... Leit því bara skömmustulega undan og mundi að það eina sem Íslenskir strákar segja við hitt kynið, og þá náttla bara um helgar, er: "Koddu heim að *bííííp* sæta.." slefandi útí annað... Samt er ég alveg sátt við að vera Íslendingur... Sérstaklega þessa dagana! Vinkona mín, hún sólin sér til þess að mar fær nóg fyrir augað... Þið vitið... Sveittir og sætir verkamenn útum alla borg, berandi sig fyrir mann og annan... Gerist ekki mikið betra;)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:30
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Sólin ákvað loksins, eftir langan tíma í felum, að heiðra okkur með návist sinni... Mikið ofboðslega er ég hamingjusöm með þá ákvörðun hennar!! Það hefur svo mikil áhrif á sálartetrið manns hvernig veður er úti, alveg merkilegt!! Fékk mér göngutúr í hádeginu, yfir götuna alla leið, og fékk mér pylsu með öllu nema hráum og kók í gleri að hætti sannra Íslendinga... Svo hef ég verið að velta fyrir mér hvað ég get gert eftir að vinnu lýkur..? Geri reyndar alveg ráð fyrir að vinkonan verði farin í felur bak við ský um fimmleytið eins og hún hefur verið svo dugleg að gera undanfarið, en ef ekki, hvað gera bændur þá..?? Manni langar alltaf til að gera e-ð í tilefni góðs veðurs, en alltaf er jafn erfitt að komast að einhverri skemmtilegri niðurstöðu... Hugmyndaleysið alveg að fara með mann!! Fékk mjög freistandi boð um að fara á línuskauta í Nauthólsvíkinni, en heilsan er ekki orðin alveg nógu góð í það held ég... Verð samt að fara að drulla mér á línuskauta!! Keypti mér rándýra Salomon línuskauta í fyrra, sem ég hef sama sem ekkert notað... Kannski mar skelli sér um helgina..? Nei djóóóók... Ég ætla að djamma..!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:25
mánudagur, júlí 18, 2005
Þá er mar loksins mættur aftur í vinnuna... Verð nú bara að segja að það er nokkuð ljúft þrátt fyrir heillar viku vinnu sem beið mín... Greinilegt að Gluggar og Garðhús getur ekki verið án skrifstofustjórans síns;) En það er bara fínt að hafa mikið að gera... Uppáskrifuð letin var fín um tíma, en leiðinleg til lengdar..!!
Enn ein helgin leið án Dagnýjar í hundraðogeinum... Það þykir nú bara fréttnæmt í mínum bókum, en mar vælir nú ekki yfir því... Tek bara vel á því næstu helgi þess í stað... Og svo lítur fimmtudagurinn bara mjög vel út eins og alltaf... Djöfull verður fínt að rifja upp kynnin við Vegamót og bjórinn góða... Einn fimmtudagur og tvær helgar... Ussssss....:)
Back to work
PS. Komst að því í gær að einn ríkasti maður Ísland er fýlupúki með meiru... Tíhíhí:)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:26
föstudagur, júlí 15, 2005
Vikan sem er að líða er nú bara ekki búin að vera svo slæm eftir allt saman... Fann mér nokkuð fatlaðan félaga, og hef ég því ekki verið fatlafól einsamalt... Skógarásinn breyttist á svipstundu í sjúkrahús í smækkaðri mynd og er ég því ágætlega sátt! Sex and the City og nokkrar myndir hafa vermt dvd spilarann og hláturinn lengir ekki aðeins lífið heldur drepur líka tímann, sem annars hefði verið fáránlega lengi að líða... Er ekki alltaf sagt: Tvö fatlafól í sófanum eru betri en eitt í rúminu... Eða eitthvað... hehe;)
Þar sem ég er svo ómissandi í vinnunni varð ég að heimsækja liðið í gær og redda nokkrum málum, þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá læknunum um að gera ekkert slíkt.. Hefði betur átt að hlusta á þá því það endaði náttla með því að mín elskandi vinkona þurfti að bruna með mig niðrá spítala... En allt er gott sem endar vel!!
Ég er bara mest svekkt yfir að hafa misst af fimmtudegi á vegamótum og svo heilli helgi sem ég var svo samviskusamlega búin að leggja undir djamm í huganum... Mar fær víst ekki allt sem mar vill...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:30
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Þetta er nú búið að vera meiri skemmtilegheita vikan... Hahhh... Það er ekki á hverjum degi sem mar fær að ferðast með sjúkrabíl!! Rosalegt skal ég segja ykkur!! Mér leið pínu eins og fimm ára og langaði mest til að biðja kallana um að kveikja á sírenunum... Ákvað þó að halda kúlinu og sleppa því í þetta skiptið..:) Geri það bara næst... Svo lauk spítalalegunni og ég fékk að fara heim, einum uppskurðinum ríkari!! Ég er að verða forrík af þessum uppskurðum... Allavega græddi ég frí á þessu... Má ekki fara að vinna fyrr en eftir helgi og BOY hvað það er gaman að hanga svona EINN heima... Sérstaklega með allar þessar kræsingar sem flæða útúr skápum og skúffum hérna... Ritz kex eða mygluð pera... Það er stóra spurningin?! Hmmmmmm... Og svo mar tali nú ekki um dagskrána... Af hverju sagði mér enginn hvað það er góð dagskrá á virkum dögum Á DAGINN... Hver þarf afruglara þegar mar getur dj'ast á Rúv allan daginn... Ég meina: Koma svo,´dilla sér... Djöfull er GAMAN hérna mar!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:45
mánudagur, júlí 11, 2005
Jæja... Það hlaut að koma að því... Rólegheit og videógláp réðu ríkjum þessa helgina á mínum bæ... Missti því titilinn "Aðal djammtúttan" sem ég hafði borið svo stolt í nokkurn tíma! Geng því undir nafninu "Aðal (bara)túttan" fram að næstu helgi, en þá stefni ég að því að ráða bót á djammleysi þessu!! Gengur náttla ekki að missa af öllu.. MÉR FINNST ÉG HAFA MISST AF ÖLLU!! Ég veit samt betur og er að vinna í að losa mig við bituleikann.. Hehehehe:) Ýkt djók!! Hehe... (vá hvað mánudagurinn er að fara vel í mig...)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:23
föstudagur, júlí 08, 2005
Hvað haldiði.... Jú auðvitað skellti stelpan sér á Vegó í gær!! Smellti í mig nokkrum köldum og náði að mixa þessa fínu þynnku á þessum fullkomna föstudagsmorgni... Eins og ég hef áður sagt, finnst mér bara vanta e-ð ef þynnkan er ekki til staðar á fösudagsmorgnum... Fíla mig bara sem ófullkomna ef ég er fersk og ekki megn áfengislykt út úr mér... Sérstaklega ef mar á ekkert tyggjó... Það er náttla toppurinn!! Gerði það sko viljandi í gærkvöldi að týna tyggjóinu mínu og ég ætla sko ekki að fara út í sjoppu að fylla á birgðirnar... Ekkert smá ánægð með þetta!!
Nú ætla ég hins vegar að fara að hætta þessu skriferíi og reyna að njóta þynnkunnar til fulls áður en hún hverfur... Kem kannski með update á eftir... Lofa samt engu... Fer allt eftir því hversu lengi hún heiðrar mig með náveru sinni!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:12
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Jæja, eins og þið, lesendur góðir, hafið eflaust tekið eftir hefur alvarleg ritstífla hrjáð hugarfylgsni mín undanfarna daga... Mér dettur helst í hug að það sé vegna ósamræmis... Það gerðist svo hrikalega margt skemmtilegt um helgina sem ég ætla ekkert að fara nánar út í hér, en svo hefur vikan verið gjörsamlega DEAD!! Ósamræmi milli helgar og ekki helgar... Mar spyr sig hvort það gæti ekki orsakað nokkur skammhlaup í hugsanaferlinu..? Gæti einnig verið sökum óbærilegrar þreytu... Ótrúlega sniðug: Legg mig í 4 tíma (sem gerir það að verkum að ég er heiladauð þegar ég ranka við mér fram að aðalháttatímanum) og svo get ég ekki sofnað seinna kvölds... Réð þó bót á því máli í gær... Ég er með óbragð í munninum...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:03