þriðjudagur, júlí 19, 2005
Sólin ákvað loksins, eftir langan tíma í felum, að heiðra okkur með návist sinni... Mikið ofboðslega er ég hamingjusöm með þá ákvörðun hennar!! Það hefur svo mikil áhrif á sálartetrið manns hvernig veður er úti, alveg merkilegt!! Fékk mér göngutúr í hádeginu, yfir götuna alla leið, og fékk mér pylsu með öllu nema hráum og kók í gleri að hætti sannra Íslendinga... Svo hef ég verið að velta fyrir mér hvað ég get gert eftir að vinnu lýkur..? Geri reyndar alveg ráð fyrir að vinkonan verði farin í felur bak við ský um fimmleytið eins og hún hefur verið svo dugleg að gera undanfarið, en ef ekki, hvað gera bændur þá..?? Manni langar alltaf til að gera e-ð í tilefni góðs veðurs, en alltaf er jafn erfitt að komast að einhverri skemmtilegri niðurstöðu... Hugmyndaleysið alveg að fara með mann!! Fékk mjög freistandi boð um að fara á línuskauta í Nauthólsvíkinni, en heilsan er ekki orðin alveg nógu góð í það held ég... Verð samt að fara að drulla mér á línuskauta!! Keypti mér rándýra Salomon línuskauta í fyrra, sem ég hef sama sem ekkert notað... Kannski mar skelli sér um helgina..? Nei djóóóók... Ég ætla að djamma..!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:25