föstudagur, júlí 15, 2005
Vikan sem er að líða er nú bara ekki búin að vera svo slæm eftir allt saman... Fann mér nokkuð fatlaðan félaga, og hef ég því ekki verið fatlafól einsamalt... Skógarásinn breyttist á svipstundu í sjúkrahús í smækkaðri mynd og er ég því ágætlega sátt! Sex and the City og nokkrar myndir hafa vermt dvd spilarann og hláturinn lengir ekki aðeins lífið heldur drepur líka tímann, sem annars hefði verið fáránlega lengi að líða... Er ekki alltaf sagt: Tvö fatlafól í sófanum eru betri en eitt í rúminu... Eða eitthvað... hehe;)
Þar sem ég er svo ómissandi í vinnunni varð ég að heimsækja liðið í gær og redda nokkrum málum, þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá læknunum um að gera ekkert slíkt.. Hefði betur átt að hlusta á þá því það endaði náttla með því að mín elskandi vinkona þurfti að bruna með mig niðrá spítala... En allt er gott sem endar vel!!
Ég er bara mest svekkt yfir að hafa misst af fimmtudegi á vegamótum og svo heilli helgi sem ég var svo samviskusamlega búin að leggja undir djamm í huganum... Mar fær víst ekki allt sem mar vill...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:30