sunnudagur, febrúar 27, 2005
Jæja... Nú er bara allt að gerast hjá kjellingunni... Eða kannski frekar ekkert... Snerti víst eitthvað viðkvæma strengi með pistlinum mínum sem ég þurfti að fjarlægja héðan út um daginn... Skil það samt ekki alveg þar sem ég var ekkert að tala um neitt í raunveruleikanum... (En taki þeir til sín sem vilja!!) Smásagnagerðargáfan (vóó) var bara aðeins að fá að njóta sín...!!!;) En verð allavega atvinnulaus í mánuð (á launum hehehehehe) þar til ég byrja í nýju vinnunni minni;) "Óæskilegt að hafa reitt LJÓN í hópnum...." Makes sense..? Hehehe;) Samt sem áður... Fínt að fá smá frí, nægur tími til að skella sér í ræktina, gera ekki rassgat, stúdera námskrár háskólanna, gera ekki rassgat, sofa frameftir og bara njóta hins ljúfa lífs... Og væntanlega dauðleiðast í leiðinni... En ég meina: Who cares!! Ég verð í fokking fríi hehehehehehehe;)
Annars var helgin vel nýtt í þetta skiptið... Stelpuhelgi dauðans... Geggjað stuð;) Kojufyllerí í Ólafsgeislanum á föstudaginn þar sem ýmsar kúnstir voru leiknar... Púðar, magar, rassar blush og myndatökur (auðvitað) komu m.a. við sögu... Hehehehe;) Laugardeginum var svo eytt á búðarrápi, road trip til "1-2-3 Selfosss" og til baka (á mettíma myndi ég halda), og svo stelpupartý eins og okkur einum er lagið... Djöfull var gaman mar!!!
DJ Dagný in da house hahahaha!!! Myndirnar sem sagt komnar;)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
20:00
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Haaaallelúúújja.... Þorði ekki annað.... Allt craaazzy!!
Kveðja úr UNDIRHEIMUM
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:56
mánudagur, febrúar 21, 2005
Helgin er liðin og ég hef engar djammsögur í þetta skiptið... Þrátt fyrir það gerðist ýmislegt hjá mér um helgina;) Föstudagskvöldið var helvíti skemmtilegt.. Agnes og Kristín Lórey komu til mín og við elduðum okkur góðan mat og horfðum á Idolið... Ruglað... En ég meina, who cares... Er mar ekki að hlusta á sönginn fyrst og fremst (og nei, mig langar ekkert í stöð 2... ehemmm). Á endanum var það samt orðið þannig að við vorum ekkert að fylgjast neitt rosa vel með því við byrjuðum að skoða gamlar djammmyndir og það kitlaði hláturtaugarnar allsvakalega og tók soldið mikið af athyglinni frá sjónvarpinu;) Laugardagurinn samastóð svo af vinnu og netrápi langt fram eftir nóttu... Komst af því að árslisti Partyzone samanstendur af ansi mörgum lögum sem við höfum kennt við "okkur"... Í gær fór ég svo í bíó og sá hvorki meira né minna en "Bangsímon og Fríllinn"... Mjög spennandi ræma;)
Svo er bara allt að gerast í atvinnumálum mínum... LOKSINS!! Fór í vinnuviðtal hjá Hraðflutningum áðan, þar sem Agnes er að vinna... Vona að ég fái það;) En ef það klikkar fæ ég mjög líklega bara vinnu hjá pabba gamla, sem er bara alls ekki slæmt heldur:) Báðar sonna 9-5 vinnur sem er akkúrat það sem ég þarf!!
Kveðja úr undirheimum (sem ég losna vonandi bráðlega úr... Veeeiii)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:06
föstudagur, febrúar 18, 2005
Myndir myndir myndir.... Jeeeeiii!! Fullt af nýjum myndum... Linkar hér til hliðar;)
Góða helgi allir saman og gangið hægt um gleðinnar dyr... Ég verð ekki á djamminu þannig að hagið ykkur vel!!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:58
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Trallallallala.... Veit ekki baun hvað ég á að segja sko... Síðasta bloggið mitt var einmitt bara bull því ég vissi ekkert hvað ég átti að segja ykkur... Finnst þess vegna eins og ég þurfi að segja eitthvað merkilegt, en ég efa að það komi úr þessu... Úffffff!! Fór í Kringluna í hádeginu, og aftur eftir vinnu.... Veit ekki alveg af hverju ég er alltaf að pína mig svona... Frekar saaaaad!! En það er samt alltaf svo gaman að skoða flott föt og skó og láta sig dreyma;) Hvað væri lífið án drauma?
D
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:28
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Mig langar í:
Gott veður!!!
Allt heimsins nammi
Kók í dós
Popp á gamla mátann
SÍGÓ
Fullt af nýjum fötum
Bara eitthvað spennandi....
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:11
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Gaman gaman gaman!!! Fór í hádeginu í bankann og ætlaði að fá visa kortið mitt úr geymslu því ég ætla loksins að láta verða af því að kaupa mér líkamsræktarkort sonna fyrst mar er hættur að reykja og farinn að stunda heilbrigðan lífsstíl... Ehemmm já allavega á virkum dögum hehehe:) En já, bankinn vildi reyndar ekki láta mig fá kortið, en ætlaði að opna það í dag og lét mig bara fá númerið.... Shit, mér er sko greinilega ekki treyst fyrir visa kortinu... Og það er alveg rétt: Það er ekkert hægt að treysta mér fyrir því!!! Ég myndi varla treysta mér til að hafa það í veskinu. Týpískt ég að splæsa bara fínt út að borða, bíó, kaffihús og eitthvað solleiðis rugl bara af því að ég hefði kortið... Ég get reyndar alveg notað bara númerið og gert alla þessa hluti, en það væri bara svo hrikalega hallærisegt og ég færi ekkert að segja á Vegó t.d. Heyrðu, ég er ekki með kortið, má ég ekki bara segja þér númerið... Frekar fáránlegt!!!
Annars er það að frétta af yfirmannamálum að hann er ekki ennþá kominn til vinnu... Yeeessss þá hef ég alveg heila nótt í viðbót þar sem ég get fengið enn eina martröðina þar sem ég er að útskýra þetta og geri stöðuna bara verri og hann trúir mér ekki, meeeeeen.... Þetta ætti ekki að vera neitt mál, en ég er með meistaragráðu í að gera einfalda hluti flókna og helst ennþá vandræðalegri en þeir voru nokkurn tímann til að byrja með.... flækja flækja flækja...
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:07
mánudagur, febrúar 14, 2005
Svakalegt!!! Helgin einkenndist af gleði og gamani þangað til ég vaknaði á sunnudag, þynnkan tók þá við!!! Shit hvað ég var ógeðslega þunn... Hef aldrei á ævi minni orðið svona þunn, titraði og alles!!! Enda ekkert venjulega mikið magn af áfengi sem ég lét oní mig á laugardeginum!!! Díses... Alveg brilleraði líka þegar fór að líða á kvöldið!!! Móðgaði eiganda Hverfis alveg hrikalega án þess að fatta það einu sinni... "Kemuru oft hingað?" "Nei aldrei, mér finnst þetta alveg ömurlegur staður", "Leiðinleg tónlist og leiðinlegt fólk", "Ég gæti sko alveg setið í bílnum mínum og hlustað á FM 957 eins og að sitja hérna inni". Brot af skemmtilegu setningunum sem ég lét falla... Hehehe;) Kannski pínu harðorð... En mér gæti ekki verið meira sama... Vonandi verða bara gerðar breytingar, sem virkilega er þörf á, í kjölfar reiðilesturs míns!!!
Nokkur skemmtileg sms voru líka send úr símanum mínum án minnar vitundar og eitt alveg sérstaklega skemmtilegt barst yfirmanni mínum!!! "Langar í þig kjútípæ..." O my god... Mætti í vinnuna í dag og var alveg tilbúin með ræðuna, en hann verður víst ekki við í dag... Kannski hefur hann ekki þorað að mæta eftir þessa "ástarjátningu" mína...! Shit!!! Hvað er málið með barnalega stráka sem finnst þetta fyndið?!? Hvernig væri að þroskast pínu?!?! Og nei... ég hefði ekki verið "til í kaaaaallinn" in a million years!!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:39
föstudagur, febrúar 11, 2005
Skilgreining á VANDRÆÐALEGT:
Það er sem sagt rúllustigi hérna í byggingunni sem flytur fólk upp og níður úr mínum heittelskaða kjallara... Ekki mjög merkilegt í sjálfu sér, fyrir utan hvað börnum finnst hann ofboðslega sniðugur... Nokkur hafa meresegja slasað sig þannig að við fylgjumst vel með og bönnum krökkum að leika sér í stiganum. Allavega var ég í morgun að brjóta saman peysur á borðinu fremst í búðinni, rétt hjá stiganum... Sé ég lítinn krakka kannski 6 ára gamlan að fikta...
Dagný: Hey... Það er bannað að leika sér í stiganum, þú getur bara meitt þig...
Krakkinn: *engin viðbrögð*
D:(hugsa: hann hefur ekki heyrt.. prófa að kalla aðins hærra..) Bannað að leika í stiganum!!
K: *ekkert*
D:(hugsa: vá hvað sumir krakkar eru illa uppalnir.. og geng að krakkanum) Halló, heyrðu það er stranglega bannað að leika sér í stiganum...
K: lítur á mig, glottir og heldur áfram að leika sér í stiganum eins og ekkert hafi í skorist
D:(orðin mjög pirruð á dónaskapnum í krakkanum og lít inní nevada bob með "HJÁLP" skrifað á ennið á mér, og lít svo aftur á krakkann sem horfir bara og glottir á meðan hann heldur áfram að ögra mér)
Svenni úr N.B: Heyrðu veistu að við verðum bara að slökkva á stiganum ef þú hættir ekki að fikta, það er fullt af krökkum búnir að slasa sig þegar þeir eru að fikta, þú vilt nú varla slasa þig er það?
K: Stoppar smá stund, glottir breitt og heldur svo iðju sinni áfram
D: Jæja, þá verð ég bara að slökkva!! (teygi mig niður og slekk á rúllustiganum)
K: Stoppar horfir stórum augum á mig og stendur heillengi hjá stiganum eins og hann ætti eftir að fara í gang eftir smá stund... Sem hann svo gerir ekki.
D: (geng í burtu sigrihrósandi, búin að vinna þessa orrustu við litla orminn.)
Eftir þetta hélt ég bara áfram að brjóta saman peysurnar, og svo sé ég þegar pabbinn og krakkinn koma og borga við kassann... Ennþá slökkt á stiganum, þannig að ég glotti pínu inní mér: Krakkinn skyldi sko sjá hver ræður!!! Fylgist aðeins með þeim til að sjá hvort að krakkinn væri ekki pínu svekktur yfir tapinu... Sé svo þar sem hann klagar mig, vondu afgreiðslustelpuna, Á TÁKNMÁLI!!!!!! Krakkaormurinn sem vildi ekki hlusta, GAT ÞAÐ SEM SAGT EKKI!!!! Já, ég myndi segja að hjartað hafi sokkið hratt niðrí buxurnar við þessa uppgötvun!!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:34
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Halló halló hæ hæ hæ..... Það er nú búið að birta allsvakalega til í sálartetrinu mínu síðan ég bloggaði síðast!!! Ennþá jafn reyklaus og fokking stolt af sjálfri mér!!! Gegggjað;) Komst ekki eina einustu mínútu í gær á netið því ég fékk varla tíma til að fara í kaffi svo upptekin var ég að hlusta á bjarnastaðarbeljurnar í mismunandi leiðinlegum útgáfum...... Óóóóóóótrúlega gaman...!!!!!
Núna er ég bara orðin svo spennt fyrir árshátíðinni sem ég er að fara á á laugardaginn að ég get varla hugsað um annað... Fæ alveg geðsjúklega flottan kjól hjá systur minni, verð förðuð af snillingnum mínum, henni Lore´jal, og svo náttla verð ég bara svona almennt séð fokking bjútifúl að vanda hehehe;) Það er alltaf svo gaman að vera *fínn fínn* svona einu sinni á ári;) Veeeeiiii....
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:55
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Tilkynning til allra í kringum mig:
Ég á alveg ofboðslega bágt þessa dagana *snökt snökt*, þannig að ef að þið getið ekki verið góð við mig þá megiði frekar bara sleppa að tala við mig eða bara láta mig alveg vera.... Held að ég hafi í alvörunni farið að gráta sirka 3x í dag í vinnunni.... Usssss ekki segja neinum....
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:13
mánudagur, febrúar 07, 2005
Hef nákvæmlega EKKERT skemmtilegt að segja ykkur í dag...... ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖMURLEGUR DAGUR!!!!!!!! #"$!%&/!"#$/%"#!)/%$$#!!!!!! Tóti er farinn á SJÓINN.... Ég er kvefuð ENDALAUST.... Aftur mætt í VINNUNA.... Og svo í þokkabót valdi ég daginn í dag til að HÆTTA að reykja.... Dagarnir gerast ekkert mikið HELLAÐARI en þetta!!!! $"#%&!"#$&/%$#&$%"!#&=&$$
Kveðja úr UNDIRHEIMUM
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:52
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Hér með legg ég fram formleg mótmæli!!!! Fokkings snjór.... Ég helt að við værum laus við hann... Alveg komin með vor í hjarta!!! Ekki sátt... Ég verð þá bara inni, ég sem var alveg farin að sjá fyrir mér göngutúra og solleiðis!!! Hehehehehehe eða ekki.... Vonandi trúðuð þið mér ekki hehehehehe... Jæja, ætla að halda áfram að vera þunn...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:50
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Hallo hallo hallo.... Dagny calling from Köben... Eða nei það er víst bara fokking Grafarholtið í þetta sinn... Stelpurnar fóru sem sagt út í morgun, hefði nú alveg verið til í eitt stykki utnalandsferð, en nei, við vinnandi fólkið virðumst ekki hafa efni á því sama og skólafólkið (já nei nei ég er ekkert bitur sko...) En mér er samt alveg sama, er í fríi þrátt fyrir að vera enn á klakanum og Tóti minn kom í land í morgun þannig að ég er meira en sátt;) Ætla sko að nýta fríið vel.... Nenni því ekki að bulla meir í dag.... Er að spá í að leggja mig hehehehehehe;)
OVER AND OUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:50