föstudagur, febrúar 11, 2005
Skilgreining á VANDRÆÐALEGT:
Það er sem sagt rúllustigi hérna í byggingunni sem flytur fólk upp og níður úr mínum heittelskaða kjallara... Ekki mjög merkilegt í sjálfu sér, fyrir utan hvað börnum finnst hann ofboðslega sniðugur... Nokkur hafa meresegja slasað sig þannig að við fylgjumst vel með og bönnum krökkum að leika sér í stiganum. Allavega var ég í morgun að brjóta saman peysur á borðinu fremst í búðinni, rétt hjá stiganum... Sé ég lítinn krakka kannski 6 ára gamlan að fikta...
Dagný: Hey... Það er bannað að leika sér í stiganum, þú getur bara meitt þig...
Krakkinn: *engin viðbrögð*
D:(hugsa: hann hefur ekki heyrt.. prófa að kalla aðins hærra..) Bannað að leika í stiganum!!
K: *ekkert*
D:(hugsa: vá hvað sumir krakkar eru illa uppalnir.. og geng að krakkanum) Halló, heyrðu það er stranglega bannað að leika sér í stiganum...
K: lítur á mig, glottir og heldur áfram að leika sér í stiganum eins og ekkert hafi í skorist
D:(orðin mjög pirruð á dónaskapnum í krakkanum og lít inní nevada bob með "HJÁLP" skrifað á ennið á mér, og lít svo aftur á krakkann sem horfir bara og glottir á meðan hann heldur áfram að ögra mér)
Svenni úr N.B: Heyrðu veistu að við verðum bara að slökkva á stiganum ef þú hættir ekki að fikta, það er fullt af krökkum búnir að slasa sig þegar þeir eru að fikta, þú vilt nú varla slasa þig er það?
K: Stoppar smá stund, glottir breitt og heldur svo iðju sinni áfram
D: Jæja, þá verð ég bara að slökkva!! (teygi mig niður og slekk á rúllustiganum)
K: Stoppar horfir stórum augum á mig og stendur heillengi hjá stiganum eins og hann ætti eftir að fara í gang eftir smá stund... Sem hann svo gerir ekki.
D: (geng í burtu sigrihrósandi, búin að vinna þessa orrustu við litla orminn.)
Eftir þetta hélt ég bara áfram að brjóta saman peysurnar, og svo sé ég þegar pabbinn og krakkinn koma og borga við kassann... Ennþá slökkt á stiganum, þannig að ég glotti pínu inní mér: Krakkinn skyldi sko sjá hver ræður!!! Fylgist aðeins með þeim til að sjá hvort að krakkinn væri ekki pínu svekktur yfir tapinu... Sé svo þar sem hann klagar mig, vondu afgreiðslustelpuna, Á TÁKNMÁLI!!!!!! Krakkaormurinn sem vildi ekki hlusta, GAT ÞAÐ SEM SAGT EKKI!!!! Já, ég myndi segja að hjartað hafi sokkið hratt niðrí buxurnar við þessa uppgötvun!!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:34