mánudagur, febrúar 21, 2005



Helgin er liðin og ég hef engar djammsögur í þetta skiptið... Þrátt fyrir það gerðist ýmislegt hjá mér um helgina;) Föstudagskvöldið var helvíti skemmtilegt.. Agnes og Kristín Lórey komu til mín og við elduðum okkur góðan mat og horfðum á Idolið... Ruglað... En ég meina, who cares... Er mar ekki að hlusta á sönginn fyrst og fremst (og nei, mig langar ekkert í stöð 2... ehemmm). Á endanum var það samt orðið þannig að við vorum ekkert að fylgjast neitt rosa vel með því við byrjuðum að skoða gamlar djammmyndir og það kitlaði hláturtaugarnar allsvakalega og tók soldið mikið af athyglinni frá sjónvarpinu;) Laugardagurinn samastóð svo af vinnu og netrápi langt fram eftir nóttu... Komst af því að árslisti Partyzone samanstendur af ansi mörgum lögum sem við höfum kennt við "okkur"... Í gær fór ég svo í bíó og sá hvorki meira né minna en "Bangsímon og Fríllinn"... Mjög spennandi ræma;)
Svo er bara allt að gerast í atvinnumálum mínum... LOKSINS!! Fór í vinnuviðtal hjá Hraðflutningum áðan, þar sem Agnes er að vinna... Vona að ég fái það;) En ef það klikkar fæ ég mjög líklega bara vinnu hjá pabba gamla, sem er bara alls ekki slæmt heldur:) Báðar sonna 9-5 vinnur sem er akkúrat það sem ég þarf!!

Kveðja úr undirheimum (sem ég losna vonandi bráðlega úr... Veeeiii)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:06




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....