miðvikudagur, maí 18, 2005



Jæja... Þá er maður farinn að komast í samt lag eftir enn eina "station" helgina (slangur fengið með góðfúslegu leyfi FM hnakkanna) Gærdagurinn fór að mestu í að horfa á tölvuskjáinn, á klukkuna nánar tiltekið, og skemmta mér yfir að sjá tölurnar breytast... Verkefnin hlóðust upp, en ég fékk mig bara ekki til að líta af skjánum... Gaman þegar þetta gerist..!! Það er því nóg að gerast í dag, en af einhverri ástæðu fann ég mig þó knúna til að tjá mig örlítið hér...

Helgin var ein sú skemmtilegasta í langan tíma..!! Eins og ég hafði áður sagt sameinaðist mestur hluti Bestuvinafélagsins Stjörnunnar (nafn ekki útskýrt hér því húmor okkar er ekki við hæfi viðkvæmra) á föstudeginum, og svo aftur á sunnudeginum. Við gerðum það sem við kunnum best og skemmtum okkur eins og við værum ein í heiminum... Djöfull var gaman... Dave Clarke er kominn í guðatölu hjá mér!!

Fleygasta setning helgarinnar var án efa: "Stelpur, það er ekki að ástæðulausu sem ég var módel í fermingarbæklingi Sautján" Hún var í boði B, annar helmingur dúósins B & B, sem búa í B með A... Snillingur..!!

Takk fyrir mig
Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:24




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....