mánudagur, maí 30, 2005
Fluttar..!!
Adios rokrassgat og plássleysi..!!
Hellúúú Árbær og allt of mikið pláss... ennþá hehe;)
Fluttum sem sagt í gær... Allur dagurinn fór í að flytja búslóðina okkar, bera kassa og mublur upp og niður stiga og klöngrast heilu gangstígana... Vá hvað mér finnst að það ætti að banna með lögum að leyfa kvenfólki að taka þátt í flutningum.. Þetta var allt of erfitt og ég er að deyja úr þreytu núna..! Ég er sko alveg að reyna að fá einhvern til að vorkenna mér..!! En þetta var samt eiginlega allt þess virði því það er svo yndislegt að vera komin í nýju íbúðina;) Eina vandamálið er að okkur vantar eiginlega húsgögn í stofuna... Einhver..?? Já og ekki má gleyma þrifum á þeirri gömlu... Þau eru eftir... O.M.G!!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:08
föstudagur, maí 27, 2005
Alltílæ þá..!! Það þarf að fara að banna fimmtudaga... Eða kannski bara banna mér að fara út á fimmtudögum... Eða kannski bara taka af mér veskið eftir þriðja bjór...!! Einhverjar róttækar breytingar þarf allavega að gera..!! Haaaalló ég er að deyja úr þynnku... Á föstudegi... Í vinnunni... Varla runnið af mér ennþá ef ég á að segja eins og er... Fokkings Hlöðver er farinn að koma degi fyrr en áður og það er allt sumrinu að kenna..!! ÉG ELSKA SUMARIÐ..!! Bring it baby...;)
Djöfull er gaman hérna..!!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:21
fimmtudagur, maí 26, 2005
Hvað get ég sagt ykkur í dag... Hvaða hvaða... Blanko blanko... Ég væri sosem til í eitt stykki blanko tékka... Ú einhverjir sjálfboðaliðar..? Bull - bull - bull... Ekkert að segja..!! Líf mitt hefur verið ansi fábrotið síðustu daga... Vinna, ræktin, horfa á Desperate housewifes/Lost/One tree hill, pakka... Hefur komið fyrir að það sé vinna, horfa á Desperate housewifes/Lost/One tree hill svooo ræktin, pakka... En þið vitið... Váá... WHO CARES..?! Hey já... Og ekki má gleyma að ég fór í ljós í gær...
Helgin nálgast... Hvað gera bændur þá..?!
WORK IT BABY - WORK IT
hehehehe
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:26
föstudagur, maí 20, 2005
Eurovision song contest 2005... Afsakið, ég bara verð... Bwahahahahahahahahahahahahahahaha..!! Oh my god - Oh my god - Oh my god...!! Eins gott að við vorum ekki farin að breyta Egilshöllinni ennþá, ég meina sigurinn var án efa í höfn, en þið vitið... Náttla ekki okkur að kenna, og vá hvað ég sé fyrirsagnir blaðanna fyrir mér: "Samsæri í austri", "Selma eyðilögð, en heldur höfðinu hátt" segir að hún setji bara sjálfa sig í fyrsta sætið í staðinn, og ekki gleyma sparnaðinum *blikk blikk*, kannski fær hún að vera áfram á miskabótum frá Landsbankanum...
Við erum svo mikil smáþjóð
Later
PS. Góða skemmtun í júróvisjónpartýum helgarinnar...Ég ætla allavega að skemmta mér konunglega;)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:59
miðvikudagur, maí 18, 2005
Jæja... Þá er maður farinn að komast í samt lag eftir enn eina "station" helgina (slangur fengið með góðfúslegu leyfi FM hnakkanna) Gærdagurinn fór að mestu í að horfa á tölvuskjáinn, á klukkuna nánar tiltekið, og skemmta mér yfir að sjá tölurnar breytast... Verkefnin hlóðust upp, en ég fékk mig bara ekki til að líta af skjánum... Gaman þegar þetta gerist..!! Það er því nóg að gerast í dag, en af einhverri ástæðu fann ég mig þó knúna til að tjá mig örlítið hér...
Helgin var ein sú skemmtilegasta í langan tíma..!! Eins og ég hafði áður sagt sameinaðist mestur hluti Bestuvinafélagsins Stjörnunnar (nafn ekki útskýrt hér því húmor okkar er ekki við hæfi viðkvæmra) á föstudeginum, og svo aftur á sunnudeginum. Við gerðum það sem við kunnum best og skemmtum okkur eins og við værum ein í heiminum... Djöfull var gaman... Dave Clarke er kominn í guðatölu hjá mér!!
Fleygasta setning helgarinnar var án efa: "Stelpur, það er ekki að ástæðulausu sem ég var módel í fermingarbæklingi Sautján" Hún var í boði B, annar helmingur dúósins B & B, sem búa í B með A... Snillingur..!!
Takk fyrir mig
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:24
sunnudagur, maí 15, 2005
Two down... One to go..!! Trallalallala... Föstudagurinn: Ógeðslega gaman..!! Bestuvinafélagið Stjarnan eins og það leggur sig..;) Dansinn dunaði (verð að muna að kaupa mér fokking spennur) og stemmingin í hámarki... MYNDUM auðvitað smellt af í tugatali (þarf varla að taka það fram ehemmm) Laugardagurinn: Brjálað stuð..!! Partý, bærinn, partý... Gaman gaman gaman..!! Komst að því að við erum frægar..!!
En jæja... Ætla að fara að gera mig reddí fyrir Dave Clarke (fokking bjútifúl by the way) Aðalkvöldið framundan... Djöfull er gaman hérna..!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:57
föstudagur, maí 13, 2005
Jæja jæja jæja..!! Ég tel niður tímana í helgarfríið... 4 1/2 tími and counting:) Hef það á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða rosaleg helgi. Sérstaklega hlakkar mig til sunnudagsins. Það er svo langt síðan það var partyzone kvöld á Nasa, með almennilegum DJ... Þau kvöld bregðast aldrei..!! Verð að muna að fara í Þrumuna á eftir og kaupa mér miða... Treð því inn í planið;)
Góða helgi elskurnar mínr, gangið hægt um gleðinnar dyr og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera....
**Later**
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:27
fimmtudagur, maí 12, 2005
Hvað haldiði... Skvízan að komast í þennan líka svaðalega gír fyrir helgina, enda enn ein maraþon helgin framundan..!! Ég er ekki ennþá komin með neitt solid plan (þeir sem mig þekkja vita að ég þarf alltaf að hafa plan.. alveg sama hvort það er farið eftir þeim eða ekki, ég er bara ekki róleg fyrr en ég hef plan hehe) þannig að óróinn færist hægt og rólega yfir mig... Hann á þó eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar ég er komin með einhverja hugmynd um áskoranir helgarinnar. Það eina sem ég veit er að ég ER að fara að djamma, það er þó plan þrátt fyrir mýflugumynd þess. Kemur í veg fyrir að Hlöðver "vinur minn" drepi mig með nöldri og leiðindum, hann veit að það er gnótt fyllería og annarrar vitleysu framundan;)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:16
þriðjudagur, maí 10, 2005
Fyrrverandi... verðandi... Árbæingur... að eilífu
Það hlaut að koma að því... Næstu mánaðarmót mun ég snúa aftur á bernskuslóðirnar eftir nokkurra ára viðveru í 112 og 113. Það verður gaman að snúa aftur í 110, þar sem minningarnar búa... Ég á aldrei eftir að gleyma... Landafylleríin í Skalla (nú leigi ég náttla bara spólur þar og læt bæinn duga fyrir black out-in) Dansiböllin í Árseli (nú dilla ég mér bara inná skemmtistöðum, en ekki fyrir utan þá þegar mamma hélt ég væri á balli) Öll partýin (jahhh núna þarf ég allavega ekki að skríða útum gluggann til að komast í partý) Sundferðirnar í Árbæjarlaug (sýna sig og sjá aðra, það breytist aldrei) Ferðirnar á Fylkisvöllinn (mar ætti nú kannski að fara að skella sér aftur, fyrsti kærastinn náttla enn að spila með þeim... drop dead u know... hvar fær mar klappstýrubúning?) Sætustu strákarnir (umdeilanlegt með nokkrum undantekningum) og svo má náttla ekki gleyma... Segi ekki meir;)
Later
PS: Nehei... ég var ekki vandræðaunglingur..!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:54
föstudagur, maí 06, 2005
Ég er ennþá þunn..... Reyndar var ég þunn - fékk mér nokkra afréttara á Vegó - og nú er ég aftur þunn.... Snillingur..!! Brandarar voru alveg reyttir af manni og öðrum, og margir gullmolar litu dagsins ljós... Gollmolinn sem glóir þó mest og best af kom þó frá dóttur minni fyrr um daginn..!! "Mamma.... Þú ert svo flott... Með flottan rass" Vóóóóó...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:49
miðvikudagur, maí 04, 2005
Góðann og blessaðann daginn kæru vinir..!! Ákvað að hætta við að skrifa bara á sólskinsdögum þar sem sólin virðist ekkert vera mér neitt ofboðslega hliðholl þessa dagana... Ótrúlega fínt að vakna á morgnana og það er glampasól úti, en alveg róleg með að vera bara ALLTAF farin þegar ég er loksins búin að vinna kl 5..!! Með ólíkindum hvað það er leiðinlegt að horfa út um gluggann á skýin draga fyrir sólu og geta ekkert gert í því, geta ekki einu sinni farið út..!!
En nóg um það, ég hef yfir nógu að gleðjast:
- Ég er aum í öllum líkamanum vegna harðsperra sem ég hef fengið eftir æfingarnar sem ég er aftur byrjuð að fara á eftir stutt hlé. Mjög jákvætt..!!
- Það er frí í vinnunni á morgun..!!
- Styttist í sumarbústaðarferðina okkar..!!
- Dave Clark spilar á Nasa á Hvítasunnudag..!!
- Ætla að fá að skreppa í Smáralindina á eftir og finna mér eitthvað flott til að vera í, í kvöld, ef maður skyldi nú kíkja út..!!
- Við stöllurnar virðumst eiga góða möguleika á að fá geðveiku íbúðina sem við skoðuðum í fyrradag..!!
- Heilbrigði
- Lífsgleði
- Hamingju
Og svo margt, margt fleira... Annað var það þó ekki í bili
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:54
þriðjudagur, maí 03, 2005
Ég hef ákveðið að blogga framvegis bara á sólskinsdögum... Ég bara hef ekkert að skrifa um svo að bullið verður bara að duga í dag. Helstu fréttir eru að hann Hlöðver "vinur" minn kom eins og alltaf á föstudaginn síðasta, og ég tók bara af skarið og sagði NEI HINGAÐ OG EKKI LENGRA ég er ekki að fara að djamma... Hann er BRJÁLAÐUR... En til að reyna að róa hann aðeins þá bauð ég honum að koma á morgun þar sem planið er að taka smá tjútt í tilefni uppstigningardags (elska að halda upp á daga sem ég veit varla um hvað snúast hehe) Ég er ekki frá því að mér finnist hann vera á leiðinni í dag... Vonandi í sólsskinsskapi:)
Later
PS. Fyrir þá sem ekki muna þá er Hlöðver púkinn sem tekur sér bólfestu á vinstri öxlinni á mér um helgar og reynir að draga mig á djammið hehehe;)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:44