fimmtudagur, apríl 28, 2005
Gærdagurinn var frekar viðburðarríkur hjá mér... Kannski ekki viðburðarríkur, en allavega töluvert frábrugðinn hinum venjulega miðvikudegi sem ég upplifi viku hverja... Í fyrsta lagi heimti ég símann minn úr helju, hann fór sem sagt í lengstu og flóknustu aðgerð sem um getur á Nokia 6230 síma, og var þetta tvísýnt um stund... En hann er svo harður af sér greyið litla að hann náði sér eftir einungis 7 vikur í endurhæfingu uppí Hátækni... Já þeir uppí Hátækni telja það sko ekki eftir sér að leyfa langlegusjúklingum að eyða heilu vikunum hjá sér... Landspítalinn ætti að taka þá sér til fyrirmyndar og leyfa mennskum sjúklingum að taka jafn langan tíma í endurhæfingu o.s.frv, eins og Hátækni svo auðmjúklega leyfir tækjunum að taka sér... En nóg um það...
Í öðru lagi, það sem var frábrugðið venjulegum miðvikudegi var það að Dagný kennd við Valgeir II kenndan við Hallvarð kominn af Valgeiri kenndan við Björn nokkurn fagra, sást keyra um götur bæjarins á ekki einum, ekki tveimur, heldur hvorki meira né minna en þremur mismunandi bílum þann daginn... Fyrst Polo, svo Fabia, og að lokum Golf... Já ég fékk að ganga í Golfklúbbinn góðir hálsar... Þó einungis tímabundið þar sem ég þarf að skila honum aftur á eftir... Þá fæ ég pólóinn minn aftur úr viðgerð og alþrifum;) Þá verð ég aftur megapæja..!!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:32