miðvikudagur, september 08, 2004



Vææææææl....

Jæja, þá er mar búinn að horfa á enn eina þriggja klúta myndina og alltaf líður manni eins og mar sé hálffimmtug piparjúnka sem á ekkert líf og grætur sig í svefn á hverju kvöldi af ástleysi... Ástandið er samt ekki alveg sonna slæmt sko..;) Ég er nú bara tuttuguogtveggja órtrúlega hamingjusöm stelpa sem er ánægð með lífið;) Samt er það svo skrítið að sonna líður manni alltaf þegar þessar myndir eru á kreditlistanum... Leigðum okkur mynd í kvöld sem er þessi týpíska rómantíska mynd sem endar vel, mjög góð afþreying þó órtúlegt sé! Allavega heyrði ég alveg magnaða sögu í þessari blessuðu mynd... Það var sko verið að hugreysta aðalpersónuna í myndinni... Jú vill fænd lov ú nó;) Mar verður sko að vera þolinmóður og bíða þó mar sé löngu tilbúinn: Í Ölpunum, á milli Ítalíu og Austurríkis er rosa hátt bjarg sem var mjög erfitt að komast yfir... Í gamla daga byggðu þeir lestarteina þar yfir og af því að það var svo bratt þá var ekki til nein lest til að fara þar yfir... Þeir byggðu samt teinana því þeir vissu að someday myndi koma til sögunnar lest sem væri nógu öflug til að komast þar yfir... Ótrúlega sætt!! Ok ok, þetta var nú ekki eins vel orðað og ég vildi og ég er ekki einu sinni viss um að boðskapurinn komist til skila í þessari blessuðu endursögn minni... En Agnes og Kristín... þið skiljið;) Ég vil svo bara mæla með því við ykkur hin að taka Under the Tuscan Sun... Hún er mjög góð! ;)

Hey ég verð víst að fara núna og kveðja melluna mína hana Sigrúnu.. Hún er víst að fara til Köben í nótt.... Helvítis mellan;) Ég skal bara njóta mín extra vel hérna ein heima;) Allavega... Gotta gó, hún er alveg að fara að sofa... og ég ætti kannski bara líka að skella mér í háttinn núna;)

Góða nótt elskurnar;*


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:31




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....