miðvikudagur, september 22, 2004
Jæja... verður mar ekki að fara að standa sig í stykkinu núna þegar ég hef nýlega farið í þessa líka svakalegu auglýsingaherferð vegna þessara blessuðu bloggsíðu minnar... Díses, alltaf tekst mér að gera þessar líka svaka gloríur á djamminu... Á laugardaginn kíktum við Agnes í heimsókn til Gunna félaga okkar, sem er nú ekki til frásögu færandi nema þegar ég sá að hann var með tölvu haldiði ekki að ég hafi bara dregið nánast alla sem voru þarna hjá honum að tölvunni til að sýna þeim síðurnar okkar stelpnanna og hvetja alla til að skoða þær... Vá hvað ég verð stundum skert þegar ég er full!
Allavega.... Þessi líka svkalega ritstífla gerði vart við sig eftir laugardagsdjammið mitt og ég hef eiginlega ekkert haft að segja... Núna langa mig t.d mest að röfla, en ég veit ekki alveg hvort ég á að leggja í það því það gæti orðið soldið langt... T.d. er eitt sem hrjáir mig mikið þessa dagana og það eru föt, ekki eins og um daginn þegar mig langaði í allt, heldur föt samstarfskvenna minna! OK, ég tel mig nú hafa nokkuð góðan fatasmekk og klæði mig bara eins og mér finnst flott í takt við nýjustu tískustrauma... Allavega þá var að byrja hérna ný stelpa og það er alveg áberandi hvað hún er allt í einu farin að klæða sig alveg eins og ég!!! Það fer alveg svakalega í taugarnar á mér, hún er með eins eyrnalokka, í eins peysu (sem hún by the way keypti sér 2 klst. eftir að ég hafði keypt mína), eins stígvélum og pilsi og buxum og og og.... Aaarrrggghhh!!!! Hinir samstarfsmenn mínir eru meresegja farnir að spyrja mig hvort við ákveðum hvaða fötum við ætlum að vera í því að alltaf virðist hún vera í sömu fötum og ég var í deginum áður!!!! KRÆST!!!
Svo fer líka alveg svakalega í taugarnar á mér fólk sem virðist aldrei vera viðbúið neinu... Kemur á kassa til að borga og það kemur því alltaf jafn mikið á óvart að það þurfi að borga á endanum!! Í staðinn fyrir að vera bara tilbúið með fokking peningana eða kortin eða hvað í fjandanum sem það ætlar nú að borga með!! Halló people: Time is money!!! "Ha, í alvurunni... kemur grænt ljós á eftir því gula... ég vissi það ekki og þess vegna vil ég alltaf bíða þar til ég sé alveg örugglega heiðgrænt ljósið lýsa upp gatnamótin...!!!" Aaaarrrggghhh!!!
Það eru sem sagt alls konar svona fáránlegir litlir, fokking daglegir hlutir sem eru að angra mig þessa dagana, en það er nú lítið við því að gera annað en að sætta sig við að fólk er FÍFL!!!
Kveðja úr undirheimum...
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:57