fimmtudagur, september 09, 2004
MIG LANGAR TIL ÚTLANDA!!!!
Þá er ca. helmingurinn af melluklúbbnum víst lentur í Köben. Það er greinilega svo gaman hjá þeim að þær hafa ekki einu sinni tíma til að hringja, senda sms eða neitt... Mar er bara öfundsjúkur! Hefði svo feitt viljað fara með þeim! Ég er sko ekki búin að fara til útlanda í 5 ÁR!!! Það er allt of langur tími til að vera hérna á þessari litlu eyju og gera ekki neitt af viti! Hef nú samt komið ýmsu í verk á þessum 5 árum, ég segi það nú ekki, en manni finnst að mar ætti nú að fara út fyrir landsteinana allavega á tveggja ára fresti... Helst einu sinni á ári sko! Er líka búin að finna það út að það er alveg í lagi þegar sumarið er ennþá að vera ekkert á leiðinni út, en svo þegar hausta tekur þá sígur á mann þessi gríðarlega eftirsjá og manni langar bara helst að fara að gráta, hlaupa útí banka með tárin í augunum og grátbiðja um yfirdrátt svo mar geti nú allavega skellt sér í helgarferð... Alveg glatað sko... Það er svo langt síðan að ég kom á Leifsstöð að ég man varla hvernig hún lítur út að innan... Gæti meresegja alveg trúað að það væri bara búið að breyta nafninu og alles... Kæmi mér ekki á óvart! En ég verð samt að viðurkenna að ég hef farið til "útlanda" einu sinni á þessu ári... Ég fór sko til Eyja um versló... Það telst sonna næstum til útlandanna.. Allavega er ein góðvinkona mín (held nafninu leyndu, en allir sem þekkja okkur vita nákvæmlega hver þetta er) fór til Eyja eina verslunarmannahelgina og missti sig bara í innkaupunum, og þegar vinkonur hennar spurðu hvað væri eiginlega málið þá sagði hún sko: Stelpur... Það er allt í lagi að versla, við erum nú einu sinni í útlöndum...Hhahahahahahahaha;)
Kveð að sinni;)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:35