fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Núna ætti ég t.d. að vera löngu farin að sofa!!!
En nnneeiiii... Það er bara ekki í eðli mínu að sofna snemma... En Sigrún ætlar að vekja mig áður en hún fer í skólann þannig að ég mæti kannski á réttum tíma í eitt skipti, hehe:) Hún er ábyggilega dauðfegin að vekjarinn á símanum mínum virkar ekki... Hún vaknar nebblega alltaf vð hann, en ekki ég þótt síminn sé við hliðiná mér! Hreinræktuð svefnburka sko... Meresegja hætt að snooza, leyfi bara að hringja út...
Við stelpurnar erum sko búnar að liggja hérna heima grenjandi úr hlátri yfir djammmyndum síðastliðins árs!!! Við erum búnar að vera ekkert smá duglegar, næstum fullkomið record... eiginlega allar helgar lagðar undir djamm, hehe:) Djöfull er líka búið að vera ÓGEÐSLEGA GAMAN!!!! Skemmtilegasta ár lífs míns án efa! Takk stelpur mínar:)
Mitt lífsmottó er: Ekki velta þér uppúr fortíðinni eða hafa áhyggjur af framtíðinni, njóttu bara ferðarinnar á milli endanna tveggja.
Vá hvað þetta var eitthvað spekingslegt... Það hefur samt örugglega einhver sagt þetta á miklu flottar hátt:)
Jæja... núna ÆTLA ég að fara að sofa!!! Nighty night elskurnar:*
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
00:47