mánudagur, ágúst 30, 2004



Monday bloody Monday...

Úff... Alltaf finnst mér mánudagar jafn óspennandi og leiðinlegir! Öll helvítis vinnuvikan framundan, en það er allt í lagi því það er svo GAMAN í vinnunni...Aarrgghhh!!! Ég skil samt ekki alveg hvað er málið..? Mér finnst vikan alltaf hafa verið svo fljót að líða undanfarið (það er sosem bara jákvætt). En ég held að ég sé búin að finna skýringuna á því.. Ég er ekkert búin að djamma neitt mikið síðustu vikur. (Ég fer sko alveg að missa allan trúverðugleika sem hreinræktaður djammari af bestu gerð...) Þegar mar var alltaf að djamma þá fór öll vikan í að bíða eftir næstu helgi.. Það er kannski þess vegna sem tíminn var sonna lengi að líða, alltaf var maður að bíða í eftirvæntingu!

Annars er ekkert spennandi að frétta... Eyddi bara helginni í rólegheitum með henni Lilju minni:) Hún er orðin svo mikil pæja og svo ótrúlega fullorðin!! Mesta krútt í heimi!! Hún er líka alltaf svo góð við mömmu sína, leyfir mér alltaf að sofa út um helgar og alles!! Þegar hún vaknar, læðist hún fram úr, fer á klósettið alveg sjálf og kveikir svo á barnaefninu og sötrar kókómjólk í mestu makindum. Þvílíkur lúxus þetta barn skal ég segja ykkur!!

En ég verð að fara að vinna núna... Djö..helv..andsk...!!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:27




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....