föstudagur, ágúst 27, 2004
Ekkert að gerast...
Díses... Við erum að tala um að það er föstudagskvöld og ég er í tölvunni!! How pathetic?!?! En ég get huggað mig við að ég hef allavega félagsskap... Ekki bara ein að nördast heima í tölvunni:) Hún Agnes litli tölvusjúklingur er hjá mér og við erum sko búnar að vera í tölvunni í allt kvöld .. Við vorum sko næstum farnar að öskra áðan, við vorum svo pirraðar! Helvítis þráðlausa netið hérna heima virkaði ekki og við vorum alveg eins og fíklar í fráhvörfum, ég meina.. hvað er hræðilegra en að komast ekki á netið?! :) En við snillingarnir náðum að redda málunum:)
Svo er maður nú líka að fara að vinna í fyrramálið þannig að það er kannski ekkert vitlaust að vera bara heima... Ekki að vinnufélagar mínir séu ekki vanir að sjá mig soldið þunna AF OG TIL, hehe:)
Um daginn töluðum við við Steffý á netinu og þá fattaði ég að ég sakna hennar nú soldið... Mér finnst að hún hefði sko ekkert átt að vera að flytja til Danmerkur!! Alveg glatað sko!! Stelpurnar eru að fara í heimsókn til hennar 8. sept. en ég kemst ekki með... Ég er sko ekki sátt!! Ekki nóg með að ég hafi ekki farið út fyrir landsins steina í 5 ÁR, þá langaði mig líka bara ógeðslega að fara með og heimsækja Steffý og taka soldið á því.. svona djammlega séð, hehe:) En ég fer bara í bíó á meðan eða eitthvað...
Góða nótt:*
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:10