mánudagur, ágúst 23, 2004
Djöfulli var gaman..!!
Á menningarnótt var þetta líka svakalega innflutningspartý hjá Agnesi, Kristínu og Beggu. Það var ekkert smá mikið stuð!! Þetta var næstum því eins og maður sér í bíómyndunum... svona partý þar sem mar kemst varla á milli herbergja vegna mannmergðarinnar.. Ég frétti líka að það hefði verið soldið mikið af fólki í bænum, soldið er reyndar vægt til orða tekið... ÓGEÐSLEGA mikið af fólki væri réttara. Míns nennti reyndar ekki að fara í bæinn, þó að við værum reyndar í bænum, Ingólfsstræti, það var bara svo gaman þar. Þegar allir fóru út að horfa á flugeldasýninguna tók mín það að sér að blasta græjurnar og dansa smá, með Vilborgu og Gerði sem nenntu ekki heldur út. Það var alveg gaman:) Mar þarf nú stundum að fá útrás fyrir dansþörfina þó maður vilji ekki að allir horfi, hehe:)
Svo var ég svo gjörsamlega búin á því í gær að ég sofnaði rétt um níu leytið og vaknaði ekki fyrr en í morgun, allt of seint og alveg uppá mitt besta svona útlitslega séð... Ennþá í fötunum, útiskónum og bara svona almennt séð alveg VIÐBJÓÐSLEG í útliti... En það er allt í lagi, ég er sko komin í æfingu með að laga mig til á mettíma því það gerist soldið oft að kjellingin sofi yfir sig... ehemm, já dáldið mikið oft réttara sagt...;)
Kannski ég reyni að fá stelpurnar til að hjálpa mér à kvöld að laga sÃðuna til.. Koma inn linkum og solleiðis...
Þangað til næst..:)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:13